Viðskipti erlent

Vínylplötur halda áfram að rjúka út

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vínylplötur hafa verið í sókn undanfarin árin.
Vínylplötur hafa verið í sókn undanfarin árin. Vísir/EPA
Sala á vínylplötum jókst um 52% á fyrri árshelmingi í Bandaríkjunum. Tekjur af sölu þeirra nam 221,8 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna. 

Á sama tíma dróst geisladiskasala saman um 31%, 41 milljón geisladiska seldist á tímabilinu. Tekjur af streymiþjónustu jukust um 23% á tímabilinu og vógu upp á móti geisladiskasölunni. Tekjur af streymiþjónustu í Bandaríkjunum námu rúmum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna. Tekjur af streymiþjónustu nema nú þriðjungi heildartekna bandaríska tónlistariðnaðarins. Heildarvelta iðnaðarins nam 3,17 milljörðum bandaríkjadala á fyrri árshelmingi.

Mikil aukning hefur orðið á sjálfstæðum verslunum sem selja vínylplötur í Bandaríkjunum og námu tekjur af sölu vínylplatna á fyrri árshelmingi nærri helmingi tekna af geisladiskasölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×