Sala á vínylplötum jókst um 52% á fyrri árshelmingi í Bandaríkjunum. Tekjur af sölu þeirra nam 221,8 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna.
Á sama tíma dróst geisladiskasala saman um 31%, 41 milljón geisladiska seldist á tímabilinu. Tekjur af streymiþjónustu jukust um 23% á tímabilinu og vógu upp á móti geisladiskasölunni. Tekjur af streymiþjónustu í Bandaríkjunum námu rúmum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði íslenskra króna. Tekjur af streymiþjónustu nema nú þriðjungi heildartekna bandaríska tónlistariðnaðarins. Heildarvelta iðnaðarins nam 3,17 milljörðum bandaríkjadala á fyrri árshelmingi.
Mikil aukning hefur orðið á sjálfstæðum verslunum sem selja vínylplötur í Bandaríkjunum og námu tekjur af sölu vínylplatna á fyrri árshelmingi nærri helmingi tekna af geisladiskasölu.
