Skipverjarnir allir heilir á húfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 18:57 Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar síga um borð í Sóleyju Sigurjóns. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg Fréttir af flugi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg
Fréttir af flugi Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira