Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er komin í 100 landsleikja klúbbinn. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, spilaði sinn 100. landsleik í kvöld. Stelpurnar okkar unnu Hvíta-Rússland, 2-0, í fyrsta leik undankeppni EM 2017. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Margrét hefur skorað 72 landsliðsmörk á sínum ferli og gat skorað í þessum tímamótaleik þegar Ísland fékk vítaspyrnu. Ótrúlegt en satt þrumaði þessi mikla vítaskytta boltanum hátt yfir markið. "Þetta var svona David Beckham-víti. Ég átti bara að kenna vellinum um," sagði Margrét Lára brosmild og kát við Vísi eftir leikinn. "Nei, nei. Þetta var bara illa tekið víti og ég tek það á mig." Íslenska liðið var í sókn allan tímann gegn hvítrússneska liðinu sem hafði engan áhuga á að sækja í kvöld. "Við hefðum getað unnið þetta stærra en þær mega eiga það, að þær spiluðu góða vörn. Það var erfitt að komast á bakvið þær og finna laus svæði. En þrjú stig er á endanum það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára. "Við spiluðum mjög vel á köflum og vorum komast fram völlinn og að spila boltanum eins vel og við gátum. Völlurinn er mjög erfiður og boltinn líka, hann skýst bara frá manni." "Mér fannst við vinna vel úr aðstæðum. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það spyr engin að því þegar við verðum komnar til Hollands hvernig þessi leikur fór." Margrét fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og var hálf klökk þegar Vísir spurði hana út í þessa stóru stund. Henni var svo ákaft fagnað í leikslok. "Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus," sagði Margrét Lára sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir rúmum tólf árum. "Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli. Ég hefði viljað skora í dag en kannski átti ég bara inni að klúðra einu svona illa. Auðvitað vill maður alltaf gera vel og skora." Mætingin á leikinn í kvöld var virkilega góð og mikil stemning í stúkunni. Tólfan var mætt og lét vel í sér heyra allan tímann. "Ég er ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn sem við stelpurnar fengum. Það er gott að vinna leikinn líka og þetta víti gleymist fljótt," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15 Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30 Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30 Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. 22. september 2015 22:15
Hallbera: Þær áttu að skora þrjú mörk eftir sendingar frá mér Bakvörðurinn lagði upp eitt mark gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld en átti margar frábærar fyrirgjafir. 22. september 2015 21:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 | Stelpurnar með öruggan sigur í 100. leik Margrétar Láru Íslenska landsliðið steig í kvöld fyrsta skrefið í átt að lokakeppni EM 2017 í Hollandi með öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á Laugardalsvelli. 22. september 2015 21:30
Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með hvernig stelpurnar héldu einbeitingu gegn varnarsinnuðu liði Hvíta-Rússlands í kvöld. 22. september 2015 21:30
Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. 22. september 2015 21:22