Ný tækni gæti gert Facebook kleift að fylgjast betur með þér Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 22:43 Facebook hefur sótt um einkaleyfi á aðferð til að teikna upp „fingrafar“ myndavélar þinnar. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira