Erlent

Kafando aftur til valda í Búrkína Fasó

Atli Ísleifsson skrifar
Michel Kafando, forseti Afríkuríkisins Búrkína Fasó.
Michel Kafando, forseti Afríkuríkisins Búrkína Fasó. Vísir/AFP
Michel Kafando, forseti Afríkuríkisins Búrkína Fasó, hefur nú staðfest að hann hafi aftur tekið við völdum í landinu eftir valdaránið sem gert var í síðustu viku.

Leiðtogar uppreisnarmanna samþykktu í gær að hætta aðgerðum sínum og koma forsetanum aftur til valda. Valdaránið á rætur sínar að rekja til áætlana um að láta lífvarðasveit forsetans sameinast her landsins.

Kafando og Yacouba Isaac Zida, forsætisráðherra landsins, voru settir af í valdaráninu, en uppreisnarmennirnir hafa verið á bandi Blaise Compaoré, fyrrum forseta landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×