Telja mikinn efnahagslegan ávinning af flóttamönnum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 15:16 Framleiðslugeta evrusvæðisins gæti aukist verulega með innflæði flóttamanna. Vísir/NordicPhotos/AFP Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira