Telja mikinn efnahagslegan ávinning af flóttamönnum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 15:16 Framleiðslugeta evrusvæðisins gæti aukist verulega með innflæði flóttamanna. Vísir/NordicPhotos/AFP Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira