„Það kunna að vera þúsund sjúklingar sem eiga einnig rétt á lyfinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. september 2015 16:48 Kristján Þór Júlíusson hefur talað fyrir norrænu samstarfi í þessum efnum. vísir/pjetur Vinna er hafin um samstarf Norðurlandaþjóða um hvernig beri að innleiða ný lyf. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í sérstakri umræðu um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi var Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi hún tvö dæmi sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Annars vegar mál Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur, en henni hefur verið synjað um lyf sem gætu læknað hana af lifrarbólgu C, og hins vegar mál eldri borgara en lyf sem getur komið í veg fyrir ótímabæra blindu er aðeins veitt sumum en ekki öðrum þar sem það er skammtað. „Ráðherra hefur komið fram og varið þetta með þeim rökum að það verði að standa vörð um fjárhagsrammann og hann megi ekki sveigja til,“ sagði Katrín. Lyf á borð við þessi, svokölluð S-lyf, eru undir sérstökum lið á fjárlögum. „Á síðasta kjörtímabili stóðum við einnig frammi fyrir þessum vanda og fórum stundum talsvert fram yfir í þessum lækningum. Það liggur í hlutarins eðli.“ Hún benti á að þó að eitthvað sparist nú þá er líklegt að kostnaðurinn muni koma fram annars staðar vegna þessa. Þegar upp sé staðið muni ekkert sparast. „Á öðrum stað í fjárlögum þolum við að það sé óvissa upp á marga milljarða, nefnilega í endurgreiðslu vegna kvikmynda. Því er það ekki þarna? Við verðum að horfa fram á veginn. Þegar ný lyf koma fram þá verðum við að búa við sveigjanleika og geta kippt þeim inn ef við viljum búa við heimsklassa heilbrigðiskerfi,“ sagði Katrín.Ekki séríslenskt vandamál Kristján Þór Júlíusson hóf svar sitt á því að benda á að Ísland væri alls ekki eina landið sem stæði frammi fyrir þessum áskorunum að velja hvaða lyf skuli innleiða og með hvaða hætti. Í flestum heilbrigðiskerfum heimsins sé þessi staða komin upp vegna aukins framboðs nýrra og yfirleitt dýrra líftæknilyfja. „Þegar sú krafa er sett fram að ráðherra útvegi tíu milljóna króna lyf þá verður að hugsa út í það að það geta verið þúsund aðrir sjúklingar sem gætu átt rétt á þessu lyfi,“ sagði Kristján. Hann benti á að í ár sé gert ráð fyrir að 3,6 milljarðar muni fara í S-lyfin og að öll sjú fjárheimild myndi ekki duga til að skaffa lyf fyrir þennan hóp. Nauðsynlegt sé að forgangsraða innan þeirra fjárheimilda sem séu settar og láta þá sem veikastir eru hafa féð. Kristján upplýsti einnig um að hann hefði ítrekað talað fyrir því á fundum heilbrigðisráðherra Norðurlandanna að löndin myndu vera með samstillta stefnu í þessum efnum og myndu vinna saman. Vinnuhópar hafi verið skipaðir í þeim efnum og landlæknar landanna hafi fundað til að komast að niðurstöðu og enn sé unnið að því marki.Þarft að gera kostnaðar- og ábatagreiningu vegna málsins „Óháð því hvort við höfum ráð á því að veita lyf eður ei þá má það ekki líta út fyrir að vera tilviljanakennt hverjir fá lyf og hverjir ekki. Það má ekki ráðast af fjárlögum eða fjárhag ákveðinna stofnanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon en hann var meðal þingmanna sem tók til máls í umræðunum. Þegar ráðherra var til andsvara á ný benti hann á að hér væru starfandi kostnaðarnefndir og lyfjanefndir sem störfuðu síður en svo á tilviljanakenndum grundvelli heldur tækju ákvarðanir eftir faglegum og þjóðhagslegum forsendum. „Þessi framsetning ráðherra er í besta falli villandi. Að lyfin kosti tíu milljónir og það séu þúsund sem geti fengið þau. Lyfjunum yrði aldrei dembt á alla,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð. „Að auki tel ég að það verði að gera kostnaðar og ábatagreiningu. Er betra, bæði fyrir sjúklinga og kerfið, að fólk hafi sjúkdóminn áfram og þurfi jafn vel lifrarskipti að endingu?“ Birgitta Jónsdóttir, Pírati, tók undir orð Guðmundar. „Okkur vantar upplýsingar um hvað það kostar að vera veikt. Ekki eingöngu út frá lyfjameðferðum heldur einnig hvað það kostar að hafa í kerfinu sjúkt fólk sem gæti svo auðveldlega verið heilbrigt.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fagnaði því að undirbúningur að norrænu samstarfi í þessum efnum væri hafinn. Hún vildi einnig taka það fram að lægri útgjöld í S-lyf í fjárlögum þessa árs stöfuðu af hagstæðri stöðu krónunnar gagnvart evru. Ekki væri í raun um niðurskurð að ræða. Alþingi Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 „Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Vinna er hafin um samstarf Norðurlandaþjóða um hvernig beri að innleiða ný lyf. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í sérstakri umræðu um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi var Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, nefndi hún tvö dæmi sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Annars vegar mál Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur, en henni hefur verið synjað um lyf sem gætu læknað hana af lifrarbólgu C, og hins vegar mál eldri borgara en lyf sem getur komið í veg fyrir ótímabæra blindu er aðeins veitt sumum en ekki öðrum þar sem það er skammtað. „Ráðherra hefur komið fram og varið þetta með þeim rökum að það verði að standa vörð um fjárhagsrammann og hann megi ekki sveigja til,“ sagði Katrín. Lyf á borð við þessi, svokölluð S-lyf, eru undir sérstökum lið á fjárlögum. „Á síðasta kjörtímabili stóðum við einnig frammi fyrir þessum vanda og fórum stundum talsvert fram yfir í þessum lækningum. Það liggur í hlutarins eðli.“ Hún benti á að þó að eitthvað sparist nú þá er líklegt að kostnaðurinn muni koma fram annars staðar vegna þessa. Þegar upp sé staðið muni ekkert sparast. „Á öðrum stað í fjárlögum þolum við að það sé óvissa upp á marga milljarða, nefnilega í endurgreiðslu vegna kvikmynda. Því er það ekki þarna? Við verðum að horfa fram á veginn. Þegar ný lyf koma fram þá verðum við að búa við sveigjanleika og geta kippt þeim inn ef við viljum búa við heimsklassa heilbrigðiskerfi,“ sagði Katrín.Ekki séríslenskt vandamál Kristján Þór Júlíusson hóf svar sitt á því að benda á að Ísland væri alls ekki eina landið sem stæði frammi fyrir þessum áskorunum að velja hvaða lyf skuli innleiða og með hvaða hætti. Í flestum heilbrigðiskerfum heimsins sé þessi staða komin upp vegna aukins framboðs nýrra og yfirleitt dýrra líftæknilyfja. „Þegar sú krafa er sett fram að ráðherra útvegi tíu milljóna króna lyf þá verður að hugsa út í það að það geta verið þúsund aðrir sjúklingar sem gætu átt rétt á þessu lyfi,“ sagði Kristján. Hann benti á að í ár sé gert ráð fyrir að 3,6 milljarðar muni fara í S-lyfin og að öll sjú fjárheimild myndi ekki duga til að skaffa lyf fyrir þennan hóp. Nauðsynlegt sé að forgangsraða innan þeirra fjárheimilda sem séu settar og láta þá sem veikastir eru hafa féð. Kristján upplýsti einnig um að hann hefði ítrekað talað fyrir því á fundum heilbrigðisráðherra Norðurlandanna að löndin myndu vera með samstillta stefnu í þessum efnum og myndu vinna saman. Vinnuhópar hafi verið skipaðir í þeim efnum og landlæknar landanna hafi fundað til að komast að niðurstöðu og enn sé unnið að því marki.Þarft að gera kostnaðar- og ábatagreiningu vegna málsins „Óháð því hvort við höfum ráð á því að veita lyf eður ei þá má það ekki líta út fyrir að vera tilviljanakennt hverjir fá lyf og hverjir ekki. Það má ekki ráðast af fjárlögum eða fjárhag ákveðinna stofnanna,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon en hann var meðal þingmanna sem tók til máls í umræðunum. Þegar ráðherra var til andsvara á ný benti hann á að hér væru starfandi kostnaðarnefndir og lyfjanefndir sem störfuðu síður en svo á tilviljanakenndum grundvelli heldur tækju ákvarðanir eftir faglegum og þjóðhagslegum forsendum. „Þessi framsetning ráðherra er í besta falli villandi. Að lyfin kosti tíu milljónir og það séu þúsund sem geti fengið þau. Lyfjunum yrði aldrei dembt á alla,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð. „Að auki tel ég að það verði að gera kostnaðar og ábatagreiningu. Er betra, bæði fyrir sjúklinga og kerfið, að fólk hafi sjúkdóminn áfram og þurfi jafn vel lifrarskipti að endingu?“ Birgitta Jónsdóttir, Pírati, tók undir orð Guðmundar. „Okkur vantar upplýsingar um hvað það kostar að vera veikt. Ekki eingöngu út frá lyfjameðferðum heldur einnig hvað það kostar að hafa í kerfinu sjúkt fólk sem gæti svo auðveldlega verið heilbrigt.“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fagnaði því að undirbúningur að norrænu samstarfi í þessum efnum væri hafinn. Hún vildi einnig taka það fram að lægri útgjöld í S-lyf í fjárlögum þessa árs stöfuðu af hagstæðri stöðu krónunnar gagnvart evru. Ekki væri í raun um niðurskurð að ræða.
Alþingi Tengdar fréttir Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39 Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15 „Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Slæmt að sjúklingar þurfi að leita réttar síns fyrir dómstólum Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fær flýtimeðferð en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. 11. júlí 2015 15:39
Þingmaður vill breytingar í lyfjamálum VIlhjálmur Árnason vill hagræðingu í ríkisrekstri svo hægt sé að tryggja sjúklingum nýjustu lyfin. 6. ágúst 2015 11:15
„Ég vil fá að njóta lífsins“ Fanney Björk Ásgeirsdóttir er í málaferlum við ríkið og vill fá lyf gegn lifrabólgu C. 21. ágúst 2015 14:15
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52