Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2015 18:07 Tilgangur hugbúnaðarins var að slökkva á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu. Vísir/AFP Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06
Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03