Dans og hryllingur í Sundhöllinni í kvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. september 2015 14:30 Hallfríður segir sundbíó vera einn vinsælasta viðburðinn á RIFF. Dansararnir Gígja Jónsdóttir, Viktor Leifsson og Tinna Guðlaug Ómarsdóttir sem eru bakvið Hallfríði á myndinni munu dansa á sýningunni. Fréttablaðið/Vilhelm Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér. RIFF Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér.
RIFF Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira