Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2015 20:31 Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. Vísir/Vilhelm „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld. RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld.
RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00
Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22
Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45