Viðskipti erlent

Alcoa skipt í tvennt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Félagið rekur 344 þúsund tonna álverið Fjarðarál á Reyðarfirði.
Félagið rekur 344 þúsund tonna álverið Fjarðarál á Reyðarfirði. vísir/valli
Stjórnendur bandaríska álfyrirtækisins Alcoa hefur tilkynnt að það hyggist skipta félaginu í tvennt. Bloomberg greinir frá og vísar í tilkynningu frá félaginu.

Annar hlutinn, sem heldur nafninu Alcoa, mun einbeita sér að námuvinnslu og málgerð, svo sem álframleiðslu, en hinn hlutinn mun setja fókusinn á háþróaðar tæknilausnir. 

Skipting félagsins mun eiga sér stað á fyrri hluta næst árs, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Ekki er ljóst hvort eða þá hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstur Alcoa á Íslandi, en félagið rekur 344 þúsund tonna álverið Fjarðarál á Reyðarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×