„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 12:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom mörgum á óvart í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um helgina. Vísir/Ernir Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafa vakið mikla athygli. Ekki hvað síst í ljósi þess að stjórnvöld hafa alls ekki tekið neina ákvörðun þess efnis. Í ræðu sinni á fundinum á laugardaginn sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Síðan hafa bæði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og flokksfélagi Sigmundar Davíðs, komið fram í fjölmiðlum og skýrt málið. „Þetta er ekki einhliða yfirlýsing um 40% lækkun af Íslands hálfu heldur markmið um 40% lækkun í samfloti með Evrópusambandinu,“ sagði Jóhannes Þór við Mbl.is í gær.Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur 40 prósenta markmið fyrir Ísland raunhæft.Vísir/VilhelmSkammgóður kuldi Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnaði yfirlýsingu forsætisráðherra um helgina. Um skammgóðan vermi var þó að ræða. „Eða skammgóðan kulda,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. „Það er ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar.“ Árni viðurkennir að hafa haft sterkan grun og gott betur um að ráðherra væri að fara með fleypur. Hins vegar hafi verið full ástæða til að fagna yfirlýsingu ráðherra enda málefnið ekkert lítið mikilvægt. Enginn fyrirvari hafi verið í orðum ráðherra. „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni. Staðreyndin sé hins vegar sú að Evrópusambandið hafi nýlega samþykkt að hafa Ísland og Noreg í samfloti þegar komi að því markmiði að minnka losun um fjörutíu prósent. Enn sé því óljóst hve mikil lækkunin þurfi að vera hjá Íslendingum. Það verði þó á bilinu núll til fjörutíu prósent. Árni segir Norðmenn, sem einnig eru með mikið magn „hreinnar orku“, ætla sér að draga úr losun um fjörutíu prósent. Það verða skilaboð þeirra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í desember. Ekkert bendir til þess að Íslendingar ætli að gera hið sama þrátt fyrir upphafsorð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni um helgina.Honourable PresidentThis autumn has already produced a truly impressive harvest. The 2030 Agenda and the Addis Ababa Action Agenda alone, amount to a bumper crop and I am optimistic that we will see an excellent result from COP21, indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.Yfirlýsinguna í heild má lesa í PDF skjali hér að neðan.Uppfært klukkan 13:36Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, áréttar að hann hafi á engum tímapunkti leiðrétt ráðherra. Vel megi vera að textinn hafi ekki verið nægilega skýr í umræddri ræðu en ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum stjórnvöldum. Alþingi Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn um róttækar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafa vakið mikla athygli. Ekki hvað síst í ljósi þess að stjórnvöld hafa alls ekki tekið neina ákvörðun þess efnis. Í ræðu sinni á fundinum á laugardaginn sagði Sigmundur Davíð orðrétt að Ísland hefði „nýlega heitið því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Síðan hafa bæði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og flokksfélagi Sigmundar Davíðs, komið fram í fjölmiðlum og skýrt málið. „Þetta er ekki einhliða yfirlýsing um 40% lækkun af Íslands hálfu heldur markmið um 40% lækkun í samfloti með Evrópusambandinu,“ sagði Jóhannes Þór við Mbl.is í gær.Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur 40 prósenta markmið fyrir Ísland raunhæft.Vísir/VilhelmSkammgóður kuldi Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnaði yfirlýsingu forsætisráðherra um helgina. Um skammgóðan vermi var þó að ræða. „Eða skammgóðan kulda,“ segir Árni í samtali við Vísi í dag. „Það er ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar.“ Árni viðurkennir að hafa haft sterkan grun og gott betur um að ráðherra væri að fara með fleypur. Hins vegar hafi verið full ástæða til að fagna yfirlýsingu ráðherra enda málefnið ekkert lítið mikilvægt. Enginn fyrirvari hafi verið í orðum ráðherra. „Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni. Staðreyndin sé hins vegar sú að Evrópusambandið hafi nýlega samþykkt að hafa Ísland og Noreg í samfloti þegar komi að því markmiði að minnka losun um fjörutíu prósent. Enn sé því óljóst hve mikil lækkunin þurfi að vera hjá Íslendingum. Það verði þó á bilinu núll til fjörutíu prósent. Árni segir Norðmenn, sem einnig eru með mikið magn „hreinnar orku“, ætla sér að draga úr losun um fjörutíu prósent. Það verða skilaboð þeirra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í desember. Ekkert bendir til þess að Íslendingar ætli að gera hið sama þrátt fyrir upphafsorð Sigmundar Davíðs í ræðu sinni um helgina.Honourable PresidentThis autumn has already produced a truly impressive harvest. The 2030 Agenda and the Addis Ababa Action Agenda alone, amount to a bumper crop and I am optimistic that we will see an excellent result from COP21, indeed Iceland recently pledged a 40% reduction of greenhouse gas emissions by 2030.Yfirlýsinguna í heild má lesa í PDF skjali hér að neðan.Uppfært klukkan 13:36Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, áréttar að hann hafi á engum tímapunkti leiðrétt ráðherra. Vel megi vera að textinn hafi ekki verið nægilega skýr í umræddri ræðu en ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða hjá íslenskum stjórnvöldum.
Alþingi Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Sigmundur Davíð tekur þátt í leiðtogafundi um ný sjálfbær þróunarmarkmið Forsætisráðherra er á leið til New York þar sem hann mun meðal annars taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 24. september 2015 10:11
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15