Alltaf svo sáttur í eigin skinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2015 07:00 Hannes Þór fagnar hér eftir að hafa haldið hreinu gegn Heerenveen. Visir/Getty „Hér er allt bara glansandi fínt,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Hannes greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að framkvæmdastjóri hollenska félagsins NEC Nijmegen sem hann spilar með stóð við loforð um að þrífa íbúð markvarðarins skyldi Ísland leggja Holland að velli í undankeppni EM. Hannes yfirgaf Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í sumar og tók enn á ný skref upp á við. Hann samdi við hollenska félagið NEC Nijmegen sem er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi eftir að hafa fallið 2014. Þar er Hannes að slá í gegn, en hann hélt hreinu í fjórum leikjum í röð þar til meistarar PSV settu tvö á hann í síðasta leik. „Ég er þvílíkt sáttur með þetta allt saman og virkilega ánægður. Þetta er flottur klúbbur í hrikalega sterkri deild. Þetta er þvílíkt skref upp á við fyrir mig frá næstefstu deild Noregs,“ segir Hannes við Fréttablaðið, en eins og gefur að skilja er hollenska úrvalsdeildin töluvert frábrugðin næstefstu deild Noregs. „Fótboltinn hérna er miklu hraðari og betri. Leikirnir eru mun meira krefjandi og fótboltinn öðruvísi líka því mikið er lagt upp úr því að spila boltanum með jörðinni frá markverðinum. Það hefur ekki verið minn stíll hingað til sem er gott og hollt fyrir mig. Ég get þróast enn meira sem markvörður. Það gerir mér gott að fara í gegnum þennan hollenska skóla þótt það sé á gamalsaldri,“ segir hinn 31 árs gamli Hannes Þór.Bullandi samkeppni NEC Nijmegen gerði ekki góða hluti síðast þegar það var í úrvalsdeildinni, en það fékk á sig 82 mörk í 34 leikjum. Sagan er svo sannarlega ekki sú sama núna, því liðið er aðeins búið að fá á sig sjö mörk í sjö leikjum. Fimm þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum áður en Hannes múraði fyrir markið. „Ég fæ mikið af skotum á mig og sá um daginn tölfræði yfir það, að ég er með næstflestar markvörslur í deildinni. Það var gaman að sjá því vörnin hefur fengið mikið lof og lítið talað um markvörsluna. Þetta er samt samstillt átak og liðið er mjög þétt. Það bjóst enginn við þessu af NEC enda ekki verið stíll liðsins að fá á sig lítið af mörkum. Menn eru því mjög ánægðir með þetta hérna,“ segir Hannes Þór. Joshua Smits, 22 ára gamall hollenskur markvörður, varði mark NEC í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hannes átti að koma inn í samkeppni við hann, en Smits hefur ekkert getað beitt sér vegna meiðsla. Það er samt eins gott fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn að halda áfram að standa sig. „Smits er mjög góður. Hann var tæpur vegna meiðsla þegar ég kom eftir aðgerð sem hann fór í. Svo kom í ljós að aðgerðin heppnaðist ekki þannig hann getur ekkert spilað. Við fengum annan reynslumikinn mann frá Þýskalandi þannig að það er bullandi samkeppni um stöðuna og verður enn meiri þegar Smits kemur aftur. Ég verð bara að nýta sénsinn á meðan. Ég nýt þess allavega í botn að spila núna,“ segir Hannes Þór.Hannes fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Stadion de Goffert.Vísir/GettyInn um bakdyrnar Uppgangur Hannesar hefur verið mikill undanfarinn áratug, en fyrir sléttum tíu árum var hann að spila með Aftureldingu í 2. deildinni á Íslandi. „Ég er mjög stoltur af að spila hérna í Hollandi. Miðað við það sem á undan er gengið hjá mér er þetta ákveðið afrek. Hér spila ég flotta leiki á flottum völlum og nánast alltaf fullt. Veðrið er gott og fjölskyldunni líður vel,“ segir Hannes. Eftir dvölina hjá Aftureldingu fór hann til Stjörnunnar áður en Ólafur Þórðarson gaf honum fyrstur tækifæri hjá Fram í efstu deild 2007. Síðan þá hefur ferill Hannesar farið á flug. Hann fór til KR og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari, komst í atvinnumennsku nokkuð seint og er auðvitað fastamaður í landsliði Íslands sem er komið á EM 2016. „Það fallega við að koma inn í þetta bakdyramegin allt saman er að oft þegar ég tek þessi skref upp á við er ég alltaf svo sáttur í eigin skinni og get algjörlega einbeitt mér að því sem ég er að gera hverju sinni. Það byrjaði hjá KR þar sem mér fannst ég búinn að áorka nóg og þá hugsaði ég bara um að standa mig vel fyrir KR. Ég var ekkert að spá í atvinnumennsku eða landsliðinu,“ segir Hannes og heldur áfram: „Svo kemst ég út til Noregs í atvinnumennsku 29 ára og allt umfram það fannst mér bara bónus. Svo núna er ég kominn á stað sem ég er ánægður á og stoltur af að vera á. Það er gott að vera svona sáttur með hvern stað sem maður er á því það skilar sér í afslappaðra viðhorfi. Auðvitað vonast ég samt eftir því að geta tekið stærra skref.“Hannes fagnar hér af innlifun eftir 1-0 sigurinn á Hollandi á dögunum .Vísir/GettyMiðað við uppgang Hannesar á undanförnum árum þyrfti engum að koma á óvart spili hann í enn betri deild á næsta tímabili. Hann fær jú ansi stóran sýningarglugga í Frakklandi næsta sumar. „Þessi deild er auðvitað risastór gluggi líka þannig það er aldrei að vita hvað gerist. Kannski held ég áfram að synda gegn straumnum en líkurnar eru ekkert mér í hag. Það háir mér að ég fór út 29 ára og hversu grófa tækni ég er með, en maður veit aldrei hvað gerist. Frammistaðan með landsliðinu og félagsliðum undanfarin ár gæti skilað einhverju. En ég spila bara í núinu og sé svo til,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
„Hér er allt bara glansandi fínt,“ segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Hannes greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gær að framkvæmdastjóri hollenska félagsins NEC Nijmegen sem hann spilar með stóð við loforð um að þrífa íbúð markvarðarins skyldi Ísland leggja Holland að velli í undankeppni EM. Hannes yfirgaf Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í sumar og tók enn á ný skref upp á við. Hann samdi við hollenska félagið NEC Nijmegen sem er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi eftir að hafa fallið 2014. Þar er Hannes að slá í gegn, en hann hélt hreinu í fjórum leikjum í röð þar til meistarar PSV settu tvö á hann í síðasta leik. „Ég er þvílíkt sáttur með þetta allt saman og virkilega ánægður. Þetta er flottur klúbbur í hrikalega sterkri deild. Þetta er þvílíkt skref upp á við fyrir mig frá næstefstu deild Noregs,“ segir Hannes við Fréttablaðið, en eins og gefur að skilja er hollenska úrvalsdeildin töluvert frábrugðin næstefstu deild Noregs. „Fótboltinn hérna er miklu hraðari og betri. Leikirnir eru mun meira krefjandi og fótboltinn öðruvísi líka því mikið er lagt upp úr því að spila boltanum með jörðinni frá markverðinum. Það hefur ekki verið minn stíll hingað til sem er gott og hollt fyrir mig. Ég get þróast enn meira sem markvörður. Það gerir mér gott að fara í gegnum þennan hollenska skóla þótt það sé á gamalsaldri,“ segir hinn 31 árs gamli Hannes Þór.Bullandi samkeppni NEC Nijmegen gerði ekki góða hluti síðast þegar það var í úrvalsdeildinni, en það fékk á sig 82 mörk í 34 leikjum. Sagan er svo sannarlega ekki sú sama núna, því liðið er aðeins búið að fá á sig sjö mörk í sjö leikjum. Fimm þeirra komu í fyrstu tveimur leikjunum áður en Hannes múraði fyrir markið. „Ég fæ mikið af skotum á mig og sá um daginn tölfræði yfir það, að ég er með næstflestar markvörslur í deildinni. Það var gaman að sjá því vörnin hefur fengið mikið lof og lítið talað um markvörsluna. Þetta er samt samstillt átak og liðið er mjög þétt. Það bjóst enginn við þessu af NEC enda ekki verið stíll liðsins að fá á sig lítið af mörkum. Menn eru því mjög ánægðir með þetta hérna,“ segir Hannes Þór. Joshua Smits, 22 ára gamall hollenskur markvörður, varði mark NEC í B-deildinni á síðustu leiktíð. Hannes átti að koma inn í samkeppni við hann, en Smits hefur ekkert getað beitt sér vegna meiðsla. Það er samt eins gott fyrir íslenska landsliðsmarkvörðinn að halda áfram að standa sig. „Smits er mjög góður. Hann var tæpur vegna meiðsla þegar ég kom eftir aðgerð sem hann fór í. Svo kom í ljós að aðgerðin heppnaðist ekki þannig hann getur ekkert spilað. Við fengum annan reynslumikinn mann frá Þýskalandi þannig að það er bullandi samkeppni um stöðuna og verður enn meiri þegar Smits kemur aftur. Ég verð bara að nýta sénsinn á meðan. Ég nýt þess allavega í botn að spila núna,“ segir Hannes Þór.Hannes fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Stadion de Goffert.Vísir/GettyInn um bakdyrnar Uppgangur Hannesar hefur verið mikill undanfarinn áratug, en fyrir sléttum tíu árum var hann að spila með Aftureldingu í 2. deildinni á Íslandi. „Ég er mjög stoltur af að spila hérna í Hollandi. Miðað við það sem á undan er gengið hjá mér er þetta ákveðið afrek. Hér spila ég flotta leiki á flottum völlum og nánast alltaf fullt. Veðrið er gott og fjölskyldunni líður vel,“ segir Hannes. Eftir dvölina hjá Aftureldingu fór hann til Stjörnunnar áður en Ólafur Þórðarson gaf honum fyrstur tækifæri hjá Fram í efstu deild 2007. Síðan þá hefur ferill Hannesar farið á flug. Hann fór til KR og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari, komst í atvinnumennsku nokkuð seint og er auðvitað fastamaður í landsliði Íslands sem er komið á EM 2016. „Það fallega við að koma inn í þetta bakdyramegin allt saman er að oft þegar ég tek þessi skref upp á við er ég alltaf svo sáttur í eigin skinni og get algjörlega einbeitt mér að því sem ég er að gera hverju sinni. Það byrjaði hjá KR þar sem mér fannst ég búinn að áorka nóg og þá hugsaði ég bara um að standa mig vel fyrir KR. Ég var ekkert að spá í atvinnumennsku eða landsliðinu,“ segir Hannes og heldur áfram: „Svo kemst ég út til Noregs í atvinnumennsku 29 ára og allt umfram það fannst mér bara bónus. Svo núna er ég kominn á stað sem ég er ánægður á og stoltur af að vera á. Það er gott að vera svona sáttur með hvern stað sem maður er á því það skilar sér í afslappaðra viðhorfi. Auðvitað vonast ég samt eftir því að geta tekið stærra skref.“Hannes fagnar hér af innlifun eftir 1-0 sigurinn á Hollandi á dögunum .Vísir/GettyMiðað við uppgang Hannesar á undanförnum árum þyrfti engum að koma á óvart spili hann í enn betri deild á næsta tímabili. Hann fær jú ansi stóran sýningarglugga í Frakklandi næsta sumar. „Þessi deild er auðvitað risastór gluggi líka þannig það er aldrei að vita hvað gerist. Kannski held ég áfram að synda gegn straumnum en líkurnar eru ekkert mér í hag. Það háir mér að ég fór út 29 ára og hversu grófa tækni ég er með, en maður veit aldrei hvað gerist. Frammistaðan með landsliðinu og félagsliðum undanfarin ár gæti skilað einhverju. En ég spila bara í núinu og sé svo til,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira