Skoda Octavia RS fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:17 Skoda Octavia RS. Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent