Nýr Renault Megane í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 10:45 Nýr Renault Megane. Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent