Notalega nýuppgert í Norðurmýrinni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. september 2015 10:00 Eldhúsið er uppáhaldsstaður húsráðenda. Vísir/Vilhelm „Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Hús og heimili Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.
Hús og heimili Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira