Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2015 07:00 Ungur sýrlenskur drengur gengur fram hjá ruslahaug í flóttamannabúðum fyrir Sýrlendinga í suðurhluta Líbanons. Í slíkum búðum sér fólk enga framtíð. NordicPhotos/AFP Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór. Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30