Erlent

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eiríkur Bergmann, stjórmálafræðingur
Eiríkur Bergmann, stjórmálafræðingur
Þýska ríkisstjórnin ætlar að taka upp tímabundið landamæraeftirliti við landamæri Þýskalands og Austurríkis.

„Landamæraeftirlitið er sárnauðsynlegt fyrir Þýskaland svo hægt sé að takmarka flæði flóttafólks inn til Þýskalands og koma skipulagi á móttöku þess,“ sagði Thomas de Maizière innanríkisráðherra þegar hann tilkynnti um aðgerðirnar í gær.

Þýskaland er hluti af Schengen og samkvæmt reglum samstarfsins mega ríki innan þess ekki takmarka för fólks innan svæðisins. De Maizière bendir hins vegar á heimild til að herða landamæraeftirlit af þjóðaröryggisástæðum.

„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Thomas de Maizière, innanríkisráðherra ÞýskalandsNordicphotos/AFP
„Ég held að þarna sé mikil togstreita og að það muni verða þarna skjálftahrinur sem muni ganga eftir þessum flekaskilum sem eru að verða milli austurs og vesturs,“ segir Eiríkur og veltir því fyrir sér hvort vesturveldin, sem vilja dreifa ábyrgð vandans, muni loka á ríki á borð við Ungverjaland en Eiríkur segir þá fylgja harðlínustefnu sem feli í sér mjög alvarleg mannréttindabrot.

„Ég held að íslensk stjórnvöld þurfi að ákveða hvorum megin hryggjar þau verði,“ segir Eiríkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×