Fatlaðar konur mótmæla því að verða notaðar sem skálkaskjól í ákvarðanatöku um flóttafólk sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 08:53 "Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna.“ vísir/epa Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir Flóttamenn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fatlaðar konur í Tabú og stýrihópi Kvennahreyfingar ÖBÍ segjast andsnúnar málflutningi einstakra stjórnmálamanna þess efnis að ekki eigi að taka á móti flóttafólki sökum þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og að þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópi sé mætt. Rétt sé að fatlað fólk búi ekki við sömu tækifæri og ófatlaðir, en að ekki sé hægt að bera saman þeirra stöðu við stöðu flóttafólks.Fullkomlegt skilningsleysi „Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks,“ segir í yfirlýsingu frá konunum. Þær segja óskiljanlegt að stjórnmálamenn minnist nú á stöðu fatlaðra í íslensku samfélagi og réttindi þeirra. „Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.“Skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólkiÞær segjast leggja þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart þeim verði ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka svo mikilvægar ákvarðanir. Þær kæri sig ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól og skora á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax. Yfirlýsingu kvennanna má lesa í heild hér fyrir neðan.Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbærileg staða fólks á flótta frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum hefur fengið hér á landi. Einnig fögnum við þeim jákvæðu skilaboðum, sem svo margar manneskjur hafa sameinast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okkar til þess að búa flóttafólki öruggara skjól.Við getum hins vegar ekki litið fram hjá þeim röddum, einkum röddum stjórnmálafólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flóttafólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfélagshópar við mannréttindabrot og þeirra þörfum þurfi að mæta áður en öðrum hópum er mætt. Það er vissulega hversdagslegur veruleiki okkar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okkar og að við búum ekki við sömu tækifæri og ófatlað fólk.Við lýsum okkur þó algjörlega andsnúnar þessum málflutningi. Stjórnvöld, sérstaklega talsmenn þessa sjónarhorns, hafa ekki lagt sig sérstaklega fram við að fjárfesta í lífi okkar hingað til og finnst lítið til mannréttinda okkar koma. Því er óskiljanlegt hvers vegna þeim er annt um okkur allt í einu núna. Það þarf heldur ekki mikið hugmyndaflug í fjármálum til þess að sjá að það er auðveldlega hægt að reka samfélög án þess að brjóta á mannréttindum nokkurs hóps.Þar að auki er staða okkar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana saman við stöðu flóttafólks. Við erum ekki að finnast dánar í flutningabílum né að drukkna í Miðjarðarhafinu. Að líkja lífi okkar saman er í besta falli fullkomlegt skilningsleysi á lífi okkar og flóttafólks.Að lokum leggjum við þunga áherslu á að mannréttindabrot gagnvart okkur, sem vissulega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem afsökun eða ástæða fyrir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hópum með aðgerðarleysi. Við kærum okkur ekki um að vera notaðar sem skálkaskjól fyrir huglaust stjórnmálafólk.Við skorum á stjórnvöld að taka á móti flóttafólki strax og að það verði gert með tilliti til reynsluheims flóttafólks og af virðingu við sögu þess. Jafnframt að lögð verði sérstök áhersla á að aðstoða jaðarsettari hópa flóttafólks, t.d. fatlað fólk, einkum konur og börn, þar sem það er í enn viðkvæmari stöðu hvað varðar ofbeldi og dauðsföll í stríðsátökum og á flótta.Kærleiks- og baráttukveðja,Ágústa Eir GuðnýjardóttirArndís Hrund GuðmarsdóttirArndís Lóa MagnúsdóttirEmbla Guðrúnar ÁgústsdóttirFreyja HaraldsdóttirGuðbjörg Kristín EiríksdóttirIva Marín AdrichemMargrét Ýr EinarsdóttirPála Kristín BergsveinsdóttirSalóme Mist KristjánsdóttirSigríður JónsdóttirSoffía MelsteðRán BirgisdóttirÞorbera Fjölnisdóttir
Flóttamenn Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir