Óhætt er að segja að sýningin hafi slegið í gegn og var fremsta röðin í stjörnumprýdd. Sýningin var að hluti til utandyra þar sem New York borg naut sín vel í takt við falleg klæði.
Línan var kvenleg þar sem silki, blúnda, perlur og bróderingar voru í lykilhlutverki. Víðar skálmar við þrönga toppa og kjólar sem munu sóma sér vel á rauða dreglinum. Andlitsskrautið sem stal senunni í byrjun árs hjá franska tískuhúsinu lét sig ekki vanta í ár á pöllunum.
Hér kemur brot af því besta frá Givenchy:






