Fjallsárlón virkjað í þágu ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2015 21:15 Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15