Ein og hálf milljón ferðamanna gæti skilað 400 milljarða gjaldeyristekjum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2015 12:47 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Vísir/Vilhelm Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira