Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2015 14:23 "Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Vísir/AFP Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF. Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Yfir átta milljónir króna hafa safnast á tveimur vikum í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna stríðsátakanna í Sýrlandi, haustið 2012. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir starfsmenn UNICEF innilega þakklátir öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum vegna þeirra hörmunga sem börn frá Sýrlandi hafa upplifað. „Sú umræða og þær aðgerðir sem hafa farið af stað í þjóðfélaginu undanfarið eru líka af hinu góða. Við fögnum því einlæglega að fólk vilji hjálpa börnum og fólki á flótta,“ segir Bergsteinn. Framlögin í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fara í einar umfangmestu neyðaraðgerðir samtakanna frá upphafi: Baráttu UNICEF innanlands í Sýrlandi og í öllum nágrannaríkjunum – Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak.Börn leita alþjóðlegrar verndar Í tilkynningu segir að UNICEF fagni auknum skuldbindingum Evrópuleiðtoga um að styðja flóttafólk og fólk í leit að betra lífi en leggur áherslu á að skuldbindingunum þurfi að fylgja eftir með tafarlausum aðgerðum allra aðildarríkja Evrópusambandsins til að vernda börn á flótta. Meira en fjórðungur flóttafólks sem nú komi til Evrópu séu börn. „Börn geta ekki beðið og veturinn nálgast hratt. Þeim mun lengur sem börn eru án aðstoðar og verndar, án þess að hafa skjól yfir höfuðið eða aðgang að heilsugæslu og sálrænum stuðningi, þeim mun meiri er hættan á að börn látist vegna lungnabólgu eða verði fyrir varanlegum skaða,“ segir Bergsteinn. Nánar má fræðast um söfnunina á heimasíðu UNICEF.
Flóttamenn Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01 Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52 Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Gunnar Bragi Sveinsson á von á því að ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda skili af sér á næstu dögum. 15. september 2015 11:01
Merkel óskar eftir leiðtogafundi í næstu viku Kanslarinn sagði ekki hægt að Þýskaland, Austurríki og Svíþjóð tækju á sig allar byrðarnar. 15. september 2015 12:52
Ungverjar lýsa yfir neyðarástandi Með ákvörðuninni er ungverskum yfirvöldum heimilt að senda herlið á vettvang til að aðstoða lögreglu. 15. september 2015 11:36
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir