Bjórrisinn Carlsberg hefur innkallað Staropramen-bjórkúta frá 680 sænskum veitingastöðum eftir að byrjaði að blæða úr munni tveggja manna sem höfðu bragðað á honum.
Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að um sé að ræða 4.624 þrjátíu lítra kútar sem hafi verið fluttir inn frá brugghúsi í tékknesku höfuðborginni Prag.
Að sögn talsmanns Carlsberg hafði ætandi hreingerningsefni blandast í kútana og var bjórinn svo mengaður að innihald kútanna hafi hvorki lyktað né bragðað sem bjór.
Mennirnir tveir sem blæddi úr voru annars vegar sænskur veitingamaður og hins vegar starfsmaður Carlsberg. Höfðu þeir bragðað á bjórnum til að athuga gæði bjórsins.
Ætandi bjór innkallaður frá hundruðum sænskra veitingastaða
