Viðskipti erlent

Snapchat rukkar fyrir fleiri enduráhorf

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal þess sem hægt er að gera með selfies.
Meðal þess sem hægt er að gera með selfies. Vísir/Samúel
Notendum Snapchat stendur nú til boða að greiða fyrir að fá að horfa aftur á fleiri myndbönd á dag. Þar að auki hafa verið gerðar breytingar á svokölluðum selfies sem teknar eru með forritinu.

Fyrir um tveimur árum síðan varð notendum Snapchat mögulegt að horfa aftur á eitt snap á degi hverjum. Nú geta notendur greitt fyrir að fá að horfa aftur á þrjú snöp á dag. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Snapchat í dag. Uppfærslan hefur verið sett í loftið.

Önnur breyting sem hefur verið gerð heitir Lenses, en með henni er hægt að breyta aðeins til í sjálfsmyndunum. Með því að þrýsta á andliti þitt á skjánum og halda aðeins inni, kemur upp valmynd þar sem hægt er að velja mismunandi Lenses.

Þannig er hægt að breyta andlitum til að þau líti út fyrir að vera eldri eða láta regnboga koma út úr munni þess sem tekur myndina og fleira.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um nýbreytinguna Lenses.

Uppfært 21:25

Enn sem komið er stendur notendum í Bandaríkjunum eingöngu til boða að borga fyrir að horfa aftur á fleiri snöp. Þar að auki virðist Lenses ekki virka hjá mörgum Íslendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×