Vonast til að fá iPhone 6S til Íslands í október Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Nýr iPhone kynntur Nýjasti sími Apple hefur rokið út í forsölu. Vísir/Getty Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn. Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn.
Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira