Seðlabanki Bandaríkjana mun birta ákvörðun sína um stýrivexti á fimmtudaginn. Í gær mat markaðurinn líkurnar á því að vextir hækki 23%. Talið er líklegt að óvissa í heimshagkerfinu leiði til að vextir verði ekki hækkaðir að svo stöddu í Bandaríkjunum.
Sagan hefur þó sýnt að þegar atvinnuleysistölur eru í sögulegu lágmarki hefur bankinn stigið inn á markaðinn og hækkað vexti. Hinsvegar bendir verðbólga í Bandaríkjunum ekki til þess að hækka þurfi vexti, né bendir leitni verðbólgu til þess að hækka þurfi vexti. Ef vextir verða hækkaðir er líklegt að um litla hækkun sé að ræða, úr 0% upp í 0,125 til 0,25%.
Yellen birtir ákvörðun á morgun
