Mótmæla útnefningu seðlabankastjóra Frakklands Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 François Villeroy de Galhau starfaði hjá BNP Paribas í ellefu ár. Vísir/AFP Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sannfært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Villeroy de Galhau sem næsta seðlabankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næstkomandi. Núverandi seðlabankastjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkisstjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðingarnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty-First Century, og François Bourguignon, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tækifæri til að gera það á fundi viðskiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss-Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglugerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hagsmunum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakklands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira