Líf segir Ásmund og Jón Magnússon fordómafulla karla og rasista Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 15:43 Líf telur Jón Magnússon og Ásmund Friðriksson fordómafulla karla og rasista sem eigi ekkert erindi í fjölmiðla. Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015 Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína þar sem hún meðal annar beinir spjótum sínum að fjölmiðlum og skammar þá fyrir að veita orðum og sjónarmiðum manna á borð við Ásmund Friðriksson þingmann og Jón Magnússon lögmann og fyrrum alþingismann eftirtekt, en þá segir hún ekki málsmetandi í samfélaginu heldur fordómafulla karla og rasista í þokkabót.Fjölmiðlar eiga að sniðganga fordómafulla karla „Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og samkeppni frekar en sjálfbærni og jöfnuð og þjóðernisrembu frekar en fjölhyggju og lýðræðislegt margmenningarsamfélag, kemur mér ekkert á óvart að samúðarlausir rasistar fá að vaða uppi í gagnrýnislausum fjölmiðlum til að básúna fordóma sína og ýta undir rakalausan ótta fólks,“ skrifar Líf. Innlegg hennar er beint inn í hatramma umræðu um innflytjendamál en Ásmundur hefur tjáð sig og meðal annars sagt að hann skynji ótta meðal eldra fólks vegna innflytjenda og Jón Magnússon hefur verið virkur í að gagnrýna það sem hann telur andvaraleysi í innflytjendamálum, meðal annars á Facebooksíðu sinni sem og bloggsíðu auk þess sem hann hefur átalið samþykkt í borgarráði um að setja viðskiptabann á Ísrael. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið, svo sem Eyjan hér.Fordómafullir karlar og rasistar En, áfram heldur Líf með pistil sinn, sem virðist fjalla í kramið meðal fjölmargra, nú þegar en innan við klukkustund er frá birtingu hans: „En svona á þetta ekki að vera. Við eigum ekki að gefa körlum eins og Ásmundi Friðrikssyni og Jóni Magnússyni svona mikið rými hjá fjórða valdinu til þess að kynda undir vitleysu og rangfærslur. Af hverju hafa þessir karlar svona greiðan aðgang að fjölmiðlum umfram annað fólk sem raunverulega hefur eitthvað til málanna að leggja í umræðu um flóttafólk, fólksflutninga og mannréttindabrot ríkja? Þessir karlar eru ekki málsmetandi menn í samfélaginu. Þetta eru fordómafullir karlar sem hafa ekkert til málanna að leggja og engar lausnir. Þeim er frjálst að tjá sig en það má líka benda þeim á að þó hér sé tjáningarfrelsi þá ber þeim engin skylda til þess. Ég held að samfélagið væri betra ef við þyrftum ekki að hlusta á rasískan og fyrirlitlegan boðskap þeirra. Ég er a.m.k. búin að fá nóg af þeim og öðrum rasistum sem mæla bara heiminn út frá sjálfum sér.“Í heimi þar sem sífelld meiri áhersla er lögð á einstaklingshyggju frekar en samkennd og hluttekningu, markaðshyggju og...Posted by Líf Magneudóttir on 16. september 2015
Flóttamenn Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira