Viðskipti erlent

Forstjóri stærsta banka Færeyja rekinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jan Petersen fráfarandi forstjóri bankans ásamt Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallar Íslands.
Jan Petersen fráfarandi forstjóri bankans ásamt Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallar Íslands. fréttablaðið/gva
Forstjóri færeyska bankans BankNordik, Janus Petersen, hefur verið rekinn eftir tíu ár í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í kauphöllinni.

Núverandi fjármálastjóri bankans, Árni Ellefsen, tekur við sem forstjóri tímabundið. Bankinn segir breytingarnar síðasta lið í endurskipulagningu bankans.

BankNordik er stærsti banki Færeyja og hefur einnig 20% markaðshlutdeild í Grænlandi. Bankinn hefur jafnframt verið að bæta við sig markaðshlutdeild í Danmörku. Bankinn er skráður á markað hér á landi og á allt hlutafé í tryggingafélaginu Verði. Fyrr á þessu ári tilkynnti hann að Vörður væri í söluferli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×