Einungis ein tillaga skilar sér inn í fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 17. september 2015 07:00 Lagt var til að flytja um 90 stöðugildi í landshlutann, langflest til Skagafjarðar, og að árlegur kostnaður við tillögurnar yrði um 350 milljónir króna. Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Aðeins eina þeirra 25 tillagna sem landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra lagði fram fyrir ríkisstjórn í október í fyrra er að finna í fjárlögum fyrir árið 2016. Stefán Vagn Stefánsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, er ósáttur við hversu lengi hefur dregist að vinna úr tillögunum í forsætisráðuneytinu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 9. maí árið 2014 að setja á laggirnar landshlutanefnd til þess að koma með tillögur sem miðuðu að því að efla byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu frá Húnaflóa í vestri til Skagafjarðar í austri. Nefndin var undir forystu forsætisráðuneytis. Nefndin skilaði tillögunum 25 fyrir 1. nóvember í fyrra. Ein tillaga nefndarinnar hljóðaði upp á að ný starfsstöð utanríkisráðuneytisins yrði flutt á Hvammstanga og að minnsta kosti þrjú störf flutt frá Reykjavík af því tilefni. Í fjárlagafrumvarpinu er leitað eftir 26 milljóna króna framlagi í því skyni að opna starfsstöð á landsbyggðinni til að sinna skjalavörslu fyrir sendiskrifstofur. Þó ekki sé þess getið hvar þessi nýja starfsstöð verði sett á laggirnar er talað um að þetta rími við tillögur landshlutanefndarinnar.Stefán Vagn Stefánsson, formaður NV-nefndar og oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.vísir/valliStefán Vagn var formaður nefndarinnar. Hann er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að vinna úr þessum tillögum í forsætisráðuneytinu. „Það eru vissulega vonbrigði að engin þeirra tillagna sem við komum fram með hafi náð inn í fjárlagafrumvarpið sem nú er til meðferðar. Við hins vegar vonumst eftir því að eitthvað af þeim tillögum sem við komum með fari inn á fjárlög sem breytingartillaga inni í fjárlaganefnd þingsins. Það er nú liðið næstum ár síðan við skiluðum inn tillögum og ég trúi því ekki að menn setji á fót nefnd sem skilar tillögum ef ekkert á svo að gera með þær,“ segir Stefán Vagn. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum forsætisráðuneytisins við því hvers vegna svo fáar tillögur frá nefndinni væru komnar fram. Í svari ráðuneytisins kemur fram að tillögurnar hafi verið til skoðunar í fagráðuneytum og áætlað er að ráðuneytin ljúki umfjöllun sinni á næstu vikum. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent