Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2015 10:27 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10