Viðskipti erlent

Telja 47% líkur á vaxtahækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, þarf að taka stefnumarkandi ákvörðun á morgun.
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, þarf að taka stefnumarkandi ákvörðun á morgun. Vísir/EPA
Tilkynnt verður um vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans í dag. Í könnun FT á meðal hagfræðinga í gær kom fram að 53% töldu að ekki yrði af hækkun, en 47% töldu að hækkun væri í spilunum. Þessu greinir IFS greining frá.

Stýrinefnd seðlabankans hóf tveggja daga fund sinn í gær en tilkynnt verður um ákvörðun hans kl. 18 að íslenskum tíma. Framtíðarsamningar á vexti gáfu hins vegar til kynna 30% líkur. Ávöxtunarkrafa tveggja ára bandarískra ríkisskuldabréfa hækkaði í gær í hæsta gildi síðan árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×