Osama búinn að fá vinnu á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 12:06 Osama Abdul Mohsen starfaði sem knattspyrnuþjálfari í heimalandi sínu. Vísir/AFP Sýrlendingnum Osama Abdul Mohsen sem komst í heimsfréttirnar þegar ungverskur myndatökumaður brá fyrir hann fæti þar sem hann hljóp með son sinn í fanginu frá ungverskum lögreglumönnum, hefur verið boðið starf og íbúð á Spáni. Myndskeið frá atburðinum vöktu heimsathygli og var tökumaðurinn, Patra Lazslo, rekinn frá sjónvarpsstöðinni N1TV daginn eftir en hún sem er með sterk tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Osama hélt á syni sínum Zaid þegar Laszlo sparkaði til hans og voru í kjölfarið birtar fleiri myndir af Lazslo þar sem hún sparkaði til flóttamanna.Íbúð og starf hjá Cenafe Spænskir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að Osama hafi verið boðin íbúð og starf hjá fótboltaskólanum Cenafe í úthverfi Madrídar. Forsvarsmenn skólans höfðu samband við hann eftir að þýskir miðlar sögðu frá því að hann hafi starfað sem fótboltaþjálfari í heimalandinu. Osama og tvö börn hans lentu í Madríd í gærkvöldi. „Við höfum boðið fram aðstoð okkar og hann hefur áhuga á skólanum okkar,“ segir Luis Miguel Pedraza frá fótboltaskólanum í samtali við Al-Jazeera.Eiginkonan og börn enn í Tyrklandi Vonast er til að eiginkona Osama og hin tvö börn þeirra muni brátt koma til Spánar en þau eru nú stödd í Tyrklandi. „Um leið og hann lærir spænsku munum við bjóða honum starf,“ segir Miguel Ángel Galán, forseti Cenafe, í samtali við The Local.Osama Abdul Mohsen og sonur hans.Vísir/AFP The Syrian father and his son, who got tripped up by the camerawoman #PetraLaszlo, he was a soccer coach in #Syria pic.twitter.com/desV2YaqPz— Ahmad M. Yassine (@Lobnene_Blog) September 10, 2015 Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Petra László hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. 11. september 2015 07:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Sýrlendingnum Osama Abdul Mohsen sem komst í heimsfréttirnar þegar ungverskur myndatökumaður brá fyrir hann fæti þar sem hann hljóp með son sinn í fanginu frá ungverskum lögreglumönnum, hefur verið boðið starf og íbúð á Spáni. Myndskeið frá atburðinum vöktu heimsathygli og var tökumaðurinn, Patra Lazslo, rekinn frá sjónvarpsstöðinni N1TV daginn eftir en hún sem er með sterk tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Osama hélt á syni sínum Zaid þegar Laszlo sparkaði til hans og voru í kjölfarið birtar fleiri myndir af Lazslo þar sem hún sparkaði til flóttamanna.Íbúð og starf hjá Cenafe Spænskir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að Osama hafi verið boðin íbúð og starf hjá fótboltaskólanum Cenafe í úthverfi Madrídar. Forsvarsmenn skólans höfðu samband við hann eftir að þýskir miðlar sögðu frá því að hann hafi starfað sem fótboltaþjálfari í heimalandinu. Osama og tvö börn hans lentu í Madríd í gærkvöldi. „Við höfum boðið fram aðstoð okkar og hann hefur áhuga á skólanum okkar,“ segir Luis Miguel Pedraza frá fótboltaskólanum í samtali við Al-Jazeera.Eiginkonan og börn enn í Tyrklandi Vonast er til að eiginkona Osama og hin tvö börn þeirra muni brátt koma til Spánar en þau eru nú stödd í Tyrklandi. „Um leið og hann lærir spænsku munum við bjóða honum starf,“ segir Miguel Ángel Galán, forseti Cenafe, í samtali við The Local.Osama Abdul Mohsen og sonur hans.Vísir/AFP The Syrian father and his son, who got tripped up by the camerawoman #PetraLaszlo, he was a soccer coach in #Syria pic.twitter.com/desV2YaqPz— Ahmad M. Yassine (@Lobnene_Blog) September 10, 2015 Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Petra László hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. 11. september 2015 07:43 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54
Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Petra László hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. 11. september 2015 07:43