Fótbolti

U19 árs liðið tapaði óvænt gegn Grikklandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/KSí
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum undir 19 árs aldri tapaði óvænt gegn Grikklandi í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016.

Ísland er í riðli með Georgíu, Sviss og Grikklandi en Ísland og Sviss unnu fyrstu leiki riðilsins á þriðjudaginn.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn og átti umtalsvert fleiri marktækifæri í leiknum en gríska liðið komst yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Ingibjörg Sigurðardóttir úr Breiðablik jafnaði leikinn fyrir Ísland skömmu síðar en gríska liðinu tókst að bæta við öðru marki undir lok leiksins og tryggja sér stigin þrjú.

Íslenska liðið mætir Sviss í lokaleik umferðarinnar á sunnudaginn en tvö efstu lið riðilsins komast áfram á næsta stig undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×