Viðskipti erlent

Stýrivextir óbreyttir í Bandaríkjunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Janet Yellen er formaður peningastefnunefndarinnar og skýrði frá ákvörðuninni í dag.
Janet Yellen er formaður peningastefnunefndarinnar og skýrði frá ákvörðuninni í dag. vísir/afp
Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í dag að stýrivextir bankans skyldu vera óbreyttir. Vextirnir verða áfram á bilinu núll til 0,25 prósent.

Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að atburðir á fjármálamörkuðum síðustu vikur muni líklega keyra verðbólgu en neðar á næstu dögum. Verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent en að undanförnu hefur hún verið talsvert undir því þrátt fyrir batnandi stöðu á vinnumörkuðum í landinu. Til að mynda mælist atvinnuleysi nú 5,1 prósent og hefur ekki verið lægra frá í ágúst 2008.

Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 0,3 prósent og hefur verið undir markmiði bankans í rúmlega þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×