Kúrdískur flóttamaður á Íslandi: Ég vona að bróður mínum verði hleypt hingað líka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 21:46 Nashad ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra. Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
„Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra.
Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir