Líkamsþyngdarstuðull sunna björg skarphéðinsdóttir skrifar 22. september 2015 11:00 Vísir/Getty Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar. Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf
Það vilja flestir lifa heilsusamlegu líferni og rækta heilbrigðan líkama og sál. Við erum öll ólík í líkamsvexti og engir tveir eru alveg eins og þess vegna getur verið erfitt að dæma heilbrigði eftir útliti. Sumir einstaklingar eru grannir án þess að borða nokkurn tímann hollan mat né hreyfa sig, á meðan aðrir eru þéttir í líkamsbyggingu en eru mjög virkir í hreyfingu og borða mestmegnis mjög hollan mat. Í heilbrigðisgeiranum er þó notast við viðmiðunarstuðul til þess að fá hugmynd um á hvaða þyngdarskala hver og einn er. Þessi viðmiðunarstuðull kallast líkamsþyngdarstuðull eða BMI (e. body mass index). Flokkar líkamsþyngdarstuðulsins skiptast í: vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita. Að öllu jöfnu mælast sjúkdómar og aðrir heilsufarslegir kvillar minnst á meðal þeirra sem eru í kjörþyngd og lífslíkur þeirra eru jafnframt mestar. Með tilliti til heilsufars er hvorki æskilegt að vera of feitur né of grannur. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklings með formúlunni: Líkamsþyngdarstuðull = Þyngd (kg) / Hæð2 (m) Það skal tekið fram að stuðullinn tekur ekki tillit til vöðvamassa manneskju og hann getur verið hærri ef einstaklingur er með hátt hlutfall vöðvamassa. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organisation) er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita skilgreind á þennan hátt: Vannæring BMI lægri en 18,5 Kjörþyngd BMI á bilinu 18,5 - 24,9 Ofþyngd BMI á bilinu 25–29,9 Offita BMI hærri eða jafnt og 30 Það er hægt að mælast í ofþyngd eða með offitu þó svo að einstaklingur sé í ágætu líkamsformi, en þá er það helst vegna mikils vöðvamassa sem hækkar líkamsþyngdarstuðulinn. BMI-stuðullinn gefur því ekki alltaf áreiðanlega útkomu en gefur þó góða hugmynd um það hvaða flokki er líklegast að maður tilheyri. Hver er þinn líkamsþyngdarstuðull? Sunna Björg er lífeðlis- og næringarfræðingur og eigandi Fjarnæringar.
Heilsa Tengdar fréttir Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf
Tilfinningatengt hungur Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. 31. ágúst 2015 11:00