Högni kemur fram einn í fyrsta skipti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 10:00 Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira