Högni kemur fram einn í fyrsta skipti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 10:00 Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira