Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. september 2015 09:00 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Nordicphotos/AFP Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila. Benín Búrkína Fasó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila.
Benín Búrkína Fasó Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent