Fyrrverandi fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar hefur viðurkennt að hafa dregið sér bitcoin rafmynt að verðmæti um 100 milljóna íslenskra króna á meðan rannsókn bandarískra yfirvalda á fíkniefnamarkaðssvæðinu Silk Road stóð.
Markaðssíðan var rekin á hinum svokallaða djúpvef í um tveggja ára tímabil þar til vefsíðunni var lokað í samræmdum aðgerðum nokkurra lögregluembætta, þar með talið íslensku lögreglunnar, árið 2013.
Leyniþjónustufulltrúinn er annar maðurinn sem viðurkennir fjárdrátt í tengslum við rannsóknina á Silk Road.
