Tale of tales verður opnunarmyndin á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2015 19:30 Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor. RIFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Ákveðið hefur verið að opnunarmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF í ár verður stórmyndin Tale of tales. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Tale of tales eða Sagnasveigur fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu. Leikstjórinn Matteo Garrone er fæddur árið 1968 á Ítalíu. Hann vann til verðlauna árið 1996 fyrir stuttmyndina ‘Silhouette’ sem varð seinna einn þriggja kafla í „Terra di Mezzo“ (1997), fyrstu mynd hans í fullri lengd. Hann hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikstjóri árið 2008 fyrir kvikmyndina „Gomorrah“, og Grand Prix verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2012 fyrir ‘Reality.’ „Sagnasveigur“ keppti um Gullpálmann í Cannes núna í vor.
RIFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira