Hefði verið eðlilegt að byrja á réttum enda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 22:01 Kjartan Magnússon sat einn hjá við atkvæðagreiðsluna um móttöku flóttamanna. Vísir/ANton/Getty Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur. Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur.
Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15
Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24