Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 14:15 Eiður Smári Guðjohsnen var einbeittur á svip þegar hann hitti blaðamenn fyrir á hóteli landsliðsins í dag. Eiður er bæði reynslumesti leikmaður liðsins og sá markahæsti frá upphafi, skreyttur verðlaunum eftir langan feril í atvinnumennsku. Eiður og félagar voru rétt búnir að snæða eggjaköku og fínerí að lokinni æfingu á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Hann sötraði kaffibolla og ræddi í rólegheitum við blaðamenn. „Það er alltaf gott að fá að kynnast vellinum sem við spilum á,“ sagði Eiður við blaðamann Vísis. Þjálfararnir voru ekki að leggja mikla áherslu á taktík heldur voru menn meira að hlaupa og taka skotæfingar. Ástæðan, oftar en ekki leynast augu á svo stórum leikvöngum sem ekki væri sniðugt að leyfa að vita of mikið um áætlun íslenska liðsins. Eiður Smári spilar sem kunnugt er í Kína en átta tíma munur er á Kína og Íslandi. Hann sneri hins vegar til Íslands í síðustu viku og hélt þaðan til Hollands á mánudagsmorgun með fararstjórn og þjálfurum. „Það er mun auðveldara að venjast tímamismuninum þegar maður kemur aftur til Evrópu,“ segir Eiður sem átti nokkuð erfitt með svefn fyrstu dagana eftir að hann flutti til Kína fyrir um tveimur mánuðum. „Við áttum ekki leik um helgina þannig að við Kínverjarnir þrír (Eiður auk Sölva Geirs Ottesen og Viðars Arnar Kjartanssonar) vorum komnir viku fyrr. Það hefur sína kosti og galla.“Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í gær. Vísir/ValliÖðruvísi menning og umgjörð í Kína Eiður Smári spilaði 90 mínútur í síðasta leik sem hann segir hafa verið mikilvægt. Gott hafi verið að fá smá hvíld í kjölfarið. „Ég er eins vel undirbúinn og tilbúinn í leikinn og hægt er,“ segir framherjinn sem verður 37 ára eftir tæpar tvær vikur. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Kína var að komast í rútínuna og það strax. Ég ætti að vera í fínu standi.“ Reynsluboltinn jánkar því að Kína sé allt öðruvísi en hann hafi áður kynnst. Eiður hefur spilað á Englandi, Spáni, Hollandi og Frakklandi auk Grikklands, Belgíu og Íslands. „Bæði menningin og umgjörðin er allt önnur. Kínverski fótboltinn er svolítið öðruvísi en sá evrópski. En það er æft stíft og vel, svo eru hörkuleikir líka,“ segir Eiður. Stærsti munurinn sé kannski sá að hraðinn í sumum leikjum er ekki sá sami og í Evrópu. „Það hefur kannski líka mikið með hitastigið að gera. Það er rosalega heitt og rakt yfir sumartímann. Það fer líka mikil orka í það.“Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Bolton á síðustu leiktíð en fékk ekki boð um áframhaldandi samning.Vísir/GettyFótbolti er sama tungumálið alls staðar Allra þjóða menn eru í kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright F.C. þótt langflestir séu kínverskir. Þjálfarinn er búlgarskur en Eiður segir flest samskipti fara fram á ensku. „Fótbolti, er það ekki sama tungumálið alls staðar? Ef menn kunna að spila fótbolta þá skilja þeir hver annan.“ Samningur Eiðs Smára við kínverska liðið er til fjögurra mánaða þannig að það líður að lokum hans. Hann segist ekki hafa mikið spáð í framhaldinu. „Auðvitað fer maður að huga að því þegar tímabilið fer að verða búið hvað tekur við. Sérstaklega hvað landsliðið varðar. Ég ætla að vera í mínu besta standi í næstu leikjum og ef við förum í lokakeppnina ætla ég að gera allt til að halda sæti mínu í hópnum.“Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea.vísir/gettyVerðum að vera raunsæir - þetta verður erfitt Eiður Smári man tímana tvenna og hefur spilað á flestum glæsilegustu völlum Evrópu. Amsterdam Arena er svo sannarlega glæsilegur, fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Uppselt er á völlinn þar sem 3000 Íslendingar etja kappi við hollenska stuðningsmenn í stúkunni. Eiður á von á erfiðum leik annað kvöld. „Það er alveg sama á hvaða tímapunkti þú kemur og spilar við hollenska landsliðið á þeirra heimavelli. Auðvitað er gott að sjálfstraustið í liðinu er mikið og það er kannski eðlilegt miðað við úrslitin. En við verðum að vera raunsæir og við vitum að þetta verður mjög erfitt. Íslenska landsliðið tapaði 2-0 í síðustu heimsókn sinni til Hollands í undankeppni fyrir HM 2010. Þá var leikið í Feyenoord og var um enn eitt tapið að ræða í riðli þar sem Ísland hafnaði í botnsætinu með fimm stig. Nú eru breyttir tímar og allt annað en jafntefli eða sigur yrðu mikil vonbrigði fyrir okkar menn þótt vissulega standi undankeppnin hvorki né falli með úrslitunum. Ekki í tilfelli Íslands að minnsta kosti.Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað 25 mörk í 79 leikjum fyrir A-landslið Íslands.VísirTek því hlutverki sem mér er gefið „Hugsanahátturinn í kringum landsliðið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Það kemur með sjálfu sér þegar leikmenn horfa með stærri augum á sjálfa sig og liðsfélagana, vita nákvæmlega hverju er hægt að ná þegar við spilum okkar besta leik. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og vera mjög skipulagðir til að ná í úrslit. Við gætum jafnvel spilað frábæran leik og ekki fengið neitt en við pælum ekkert í því,“ segir Eiður og glottir. Eiður kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Tékklandi en fagnaði þó manna best í leikslok þegar úrslitin voru ljós. Víst er að Eiður Smári, eins og allir aðrir, verður svekktur þegar hann fær ekki að spila, en á hann von á því að byrja annað kvöld? „Eins og ég sagði fyrir Tékkaleikinn þá tek ég því hlutverki sem mér er gefið. Ég held að enginn innan hópsins komi til að spila ekki. Allir undirbúa sig á sama hátt - til að spila. Hvort sem það er í 90 mínútur eða fimm mínútur held ég að við verðum allir að vera klárir þegar kallið kemur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohsnen var einbeittur á svip þegar hann hitti blaðamenn fyrir á hóteli landsliðsins í dag. Eiður er bæði reynslumesti leikmaður liðsins og sá markahæsti frá upphafi, skreyttur verðlaunum eftir langan feril í atvinnumennsku. Eiður og félagar voru rétt búnir að snæða eggjaköku og fínerí að lokinni æfingu á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Hann sötraði kaffibolla og ræddi í rólegheitum við blaðamenn. „Það er alltaf gott að fá að kynnast vellinum sem við spilum á,“ sagði Eiður við blaðamann Vísis. Þjálfararnir voru ekki að leggja mikla áherslu á taktík heldur voru menn meira að hlaupa og taka skotæfingar. Ástæðan, oftar en ekki leynast augu á svo stórum leikvöngum sem ekki væri sniðugt að leyfa að vita of mikið um áætlun íslenska liðsins. Eiður Smári spilar sem kunnugt er í Kína en átta tíma munur er á Kína og Íslandi. Hann sneri hins vegar til Íslands í síðustu viku og hélt þaðan til Hollands á mánudagsmorgun með fararstjórn og þjálfurum. „Það er mun auðveldara að venjast tímamismuninum þegar maður kemur aftur til Evrópu,“ segir Eiður sem átti nokkuð erfitt með svefn fyrstu dagana eftir að hann flutti til Kína fyrir um tveimur mánuðum. „Við áttum ekki leik um helgina þannig að við Kínverjarnir þrír (Eiður auk Sölva Geirs Ottesen og Viðars Arnar Kjartanssonar) vorum komnir viku fyrr. Það hefur sína kosti og galla.“Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í gær. Vísir/ValliÖðruvísi menning og umgjörð í Kína Eiður Smári spilaði 90 mínútur í síðasta leik sem hann segir hafa verið mikilvægt. Gott hafi verið að fá smá hvíld í kjölfarið. „Ég er eins vel undirbúinn og tilbúinn í leikinn og hægt er,“ segir framherjinn sem verður 37 ára eftir tæpar tvær vikur. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég fór til Kína var að komast í rútínuna og það strax. Ég ætti að vera í fínu standi.“ Reynsluboltinn jánkar því að Kína sé allt öðruvísi en hann hafi áður kynnst. Eiður hefur spilað á Englandi, Spáni, Hollandi og Frakklandi auk Grikklands, Belgíu og Íslands. „Bæði menningin og umgjörðin er allt önnur. Kínverski fótboltinn er svolítið öðruvísi en sá evrópski. En það er æft stíft og vel, svo eru hörkuleikir líka,“ segir Eiður. Stærsti munurinn sé kannski sá að hraðinn í sumum leikjum er ekki sá sami og í Evrópu. „Það hefur kannski líka mikið með hitastigið að gera. Það er rosalega heitt og rakt yfir sumartímann. Það fer líka mikil orka í það.“Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Bolton á síðustu leiktíð en fékk ekki boð um áframhaldandi samning.Vísir/GettyFótbolti er sama tungumálið alls staðar Allra þjóða menn eru í kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright F.C. þótt langflestir séu kínverskir. Þjálfarinn er búlgarskur en Eiður segir flest samskipti fara fram á ensku. „Fótbolti, er það ekki sama tungumálið alls staðar? Ef menn kunna að spila fótbolta þá skilja þeir hver annan.“ Samningur Eiðs Smára við kínverska liðið er til fjögurra mánaða þannig að það líður að lokum hans. Hann segist ekki hafa mikið spáð í framhaldinu. „Auðvitað fer maður að huga að því þegar tímabilið fer að verða búið hvað tekur við. Sérstaklega hvað landsliðið varðar. Ég ætla að vera í mínu besta standi í næstu leikjum og ef við förum í lokakeppnina ætla ég að gera allt til að halda sæti mínu í hópnum.“Eiður varð tvívegis enskur meistari með Chelsea.vísir/gettyVerðum að vera raunsæir - þetta verður erfitt Eiður Smári man tímana tvenna og hefur spilað á flestum glæsilegustu völlum Evrópu. Amsterdam Arena er svo sannarlega glæsilegur, fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og tekur rúmlega 50 þúsund manns í sæti. Uppselt er á völlinn þar sem 3000 Íslendingar etja kappi við hollenska stuðningsmenn í stúkunni. Eiður á von á erfiðum leik annað kvöld. „Það er alveg sama á hvaða tímapunkti þú kemur og spilar við hollenska landsliðið á þeirra heimavelli. Auðvitað er gott að sjálfstraustið í liðinu er mikið og það er kannski eðlilegt miðað við úrslitin. En við verðum að vera raunsæir og við vitum að þetta verður mjög erfitt. Íslenska landsliðið tapaði 2-0 í síðustu heimsókn sinni til Hollands í undankeppni fyrir HM 2010. Þá var leikið í Feyenoord og var um enn eitt tapið að ræða í riðli þar sem Ísland hafnaði í botnsætinu með fimm stig. Nú eru breyttir tímar og allt annað en jafntefli eða sigur yrðu mikil vonbrigði fyrir okkar menn þótt vissulega standi undankeppnin hvorki né falli með úrslitunum. Ekki í tilfelli Íslands að minnsta kosti.Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað 25 mörk í 79 leikjum fyrir A-landslið Íslands.VísirTek því hlutverki sem mér er gefið „Hugsanahátturinn í kringum landsliðið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Það kemur með sjálfu sér þegar leikmenn horfa með stærri augum á sjálfa sig og liðsfélagana, vita nákvæmlega hverju er hægt að ná þegar við spilum okkar besta leik. Við þurfum að eiga mjög góðan leik og vera mjög skipulagðir til að ná í úrslit. Við gætum jafnvel spilað frábæran leik og ekki fengið neitt en við pælum ekkert í því,“ segir Eiður og glottir. Eiður kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Tékklandi en fagnaði þó manna best í leikslok þegar úrslitin voru ljós. Víst er að Eiður Smári, eins og allir aðrir, verður svekktur þegar hann fær ekki að spila, en á hann von á því að byrja annað kvöld? „Eins og ég sagði fyrir Tékkaleikinn þá tek ég því hlutverki sem mér er gefið. Ég held að enginn innan hópsins komi til að spila ekki. Allir undirbúa sig á sama hátt - til að spila. Hvort sem það er í 90 mínútur eða fimm mínútur held ég að við verðum allir að vera klárir þegar kallið kemur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Hollensk áhrif í íslenska liðinu Eiður Smári Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jóhann Berg Guðmundsson stigu allir fyrstu skrefin í atvinnumennsku í Hollandi og Alfreð Finnbogason raðaði inn mörkum í hollensku deildinni. Hjálpar þetta íslenska liðinu á móti Hollendingum á morgun? 2. september 2015 06:00
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00