Erlent

Flóttamenn drukknuðu við strendur Malasíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þúsundir flóttamanna halda til í Malasíu. Margir hafa látið lífið við að reyna að komast til landa eins og Indónesíu og Ástralíu.
Þúsundir flóttamanna halda til í Malasíu. Margir hafa látið lífið við að reyna að komast til landa eins og Indónesíu og Ástralíu. Vísir/AFP
Landhelgisgæsla Malasíu segir að óþekktur fjöldi flóttamanna hafi drukknað við strendur landsins. Hundrað flóttamenn lögðu af stað á smáum trébát og héldu af stað til Indónesíu. Báturinn hvolfdi skammt frá ströndinni en veður er slæmt á svæðinu.

Í samtali við AP fréttastofuna segir Mohamad Hambali Yaakup, starfsmaður gæslunnar, að búið sé að bjarga 12 manns. Þar að auki hafa fundist nokkur lík. Aðgerðir eru þó enn yfirstandandi.

AFP segir hins vegar að um 70 manns hafi verið í bátnum og að sjómenn hafi bjargað 13 manns og fundið 13 lík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×