Bardagaíþrótt framtíðarinnar? Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 14:30 Tveir bardagakappar prófa brynju UWM. Mynd/UWM Fyrirtækið Unified Weapons Master vill breyta bardagaíþróttum nútímans. Markmið fyrirtækisins er að gera bardagaköppum kleift að berjast með alls kyns vopnum á öruggan máta. Þannig gæti maður sem er þjálfaður í beitingu langsverðs barist við mann með exi og skjöld. UWM vinnur að þróun brynju sem ver bardagakappana og í senn skráir þau högg sem þeir verða fyrir. Brynjan skynjar þunga og staðsetningu höggsins og reiknar út hve mikinn skaða höggið myndi gera í alvörunni. Þeir hafa sett af stað hópfjáröflun á indiegogo.com þar sem beðið er um stuðning við þróun brynjunnar sem ber nafnið Lorica.David Pysden, framkvæmdastjóri UWM, segir í samtali við CNet, að hann vilji búa til íþrótt úr þessu verkefni. Myndavélum og hljóðnemum er komið fyrir á höfði brynjunnar sem hægt væri að nýta við útsendingar. Indiegogo herferðinni er þó ekki einungis ætlað að verða fyrirtækinu út um fjármagn, heldur var tilgangurinn einnig að auka vitund um starfsemi UWM á heimsvísu. Í byrjun næsta árs ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að hefja prófanir og markmiðið er að halda nokkra smáa viðburði fyrir gesti á næsta ári. Þeir sem styrkja starfsemina á Indiegogo geta orðið sér út um miða á þá viðburði. ,Vocativ have produced this very cool short video on UWM, which has already had over 2.8m views. Great job Vocativ -...Posted by UWM - Unified Weapons Master on Wednesday, September 2, 2015 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið Unified Weapons Master vill breyta bardagaíþróttum nútímans. Markmið fyrirtækisins er að gera bardagaköppum kleift að berjast með alls kyns vopnum á öruggan máta. Þannig gæti maður sem er þjálfaður í beitingu langsverðs barist við mann með exi og skjöld. UWM vinnur að þróun brynju sem ver bardagakappana og í senn skráir þau högg sem þeir verða fyrir. Brynjan skynjar þunga og staðsetningu höggsins og reiknar út hve mikinn skaða höggið myndi gera í alvörunni. Þeir hafa sett af stað hópfjáröflun á indiegogo.com þar sem beðið er um stuðning við þróun brynjunnar sem ber nafnið Lorica.David Pysden, framkvæmdastjóri UWM, segir í samtali við CNet, að hann vilji búa til íþrótt úr þessu verkefni. Myndavélum og hljóðnemum er komið fyrir á höfði brynjunnar sem hægt væri að nýta við útsendingar. Indiegogo herferðinni er þó ekki einungis ætlað að verða fyrirtækinu út um fjármagn, heldur var tilgangurinn einnig að auka vitund um starfsemi UWM á heimsvísu. Í byrjun næsta árs ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að hefja prófanir og markmiðið er að halda nokkra smáa viðburði fyrir gesti á næsta ári. Þeir sem styrkja starfsemina á Indiegogo geta orðið sér út um miða á þá viðburði. ,Vocativ have produced this very cool short video on UWM, which has already had over 2.8m views. Great job Vocativ -...Posted by UWM - Unified Weapons Master on Wednesday, September 2, 2015
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira