Endurheimti armband sem hafði verið týnt í 34 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 15:14 Ingvar Már Gíslason, eiginmaður Hildu, tók við armbandinu í dag. mynd/hilda og vísir/auðunn „Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015 Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Þetta er algjört gæsahúðar dæmi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri í samtali við Vísi. Í dag endurheimti hún armband sem hún týndi fyrir 34 árum síðan. Forsaga málin er sú að á dögunum fékk Hilda Jana skilaboð á Facebook þar sem kona segir henni að hún hafi fundið armbandið hennar og vilji endilega koma því aftur til hennar. Armbandið er merkt Hildu en hún er sú eina á landinu sem ber þetta nafn. Hildu rámaði eitthvað örlítið í armbandið og ákvað að spyrja móður sína út í það hvort armbandið gæti tilheyrt henni.Armbandið hafði legið á Skólavörðuholti í ríflega aldarþriðjung.„Móðir mín hélt það nú. Hún sagði mér að langaamma mín hafi gefið mér það þegar ég var eins árs og þegar ég var fimm ára hafi ég fengið að vera með það á mér er ég fór út,“ segir Hilda. Móðir hennar bætti því við að auðvitað hefði hún týnt armbandinu líkt og öllu öðru. „Það var oft haft orð á því að ég myndi týna höfðinu ef það væri ekki fagmannlega fest við búkinn.“ Eiginmaður Hildu var staddur í Reykjavík í dag og fór og hitti konuna og endurheimti armbandið. Finnandinn var einnig afar hissa á sögunni en hún hélt að munurinn hefði týnst fyrir stuttu. Konan er flokkstjóri garðyrkju hjá Reykjavíkurborg og fann armbandið liggjandi í haug á Skólavörðuholti. Það lá hjá henni í smá stund áður en hún hafði samband við Hildu. „Mér finnst þetta svo æðislegt. Bæði að hún hafi fundið það og að hún hafi haft fyrir því að senda mér skeyti,“ segir Hilda hlæjandi og bætir því við að þetta ætti að vera öðrum til eftirbreytni. „Við löbbum svo oft fram hjá einhverju sem við höldum að sé drasl en gæti verið einhver hlutur sem annar saknar. Við ættum að tileinka okkur það að taka þá upp og athuga hvort við getum fundið eigandann.“ Hún segir að armbandið sé örlítil minning um langaömmu sína en hún sé ekki búin að finna út hvað hún muni gera með það. „Kannski lengi ég í keðjunni, ég er bara ekki komin svo langt! Kannski lifir það áfram sem ættargripur með mikla sögu, það verður allt að koma í ljós.“Í dag ætla ég að segja ykkur frá litlu ævintýri úr lífinu mínu. Kona sem ég þekki ekkert, sem heitir Karen Hauksdóttir...Posted by Hilda Jana on Thursday, 3 September 2015
Garðyrkja Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira