Gunnar : Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:15 Gunnar á leið í búrið í júlí. vísir/getty „Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga." MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
„Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga."
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00