Ég fann strax Brassann í mér í bossanóva Magnús Guðmundsson skrifar 5. september 2015 10:30 Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino verða í dillandi stuði í Mengi í kvöld. Visir/GVA Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“ Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira