Ég fann strax Brassann í mér í bossanóva Magnús Guðmundsson skrifar 5. september 2015 10:30 Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino verða í dillandi stuði í Mengi í kvöld. Visir/GVA Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“ Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta gerist nú allt út af því að við flytjum til Lundúna 1999 þar sem konan mín fór í nám og ég ákvað að fara í svona óformlegt nám með því að leita uppi Brasilíumann til þess að læra og spila þessa músík. Þannig að ég fór að grennslast fyrir um hver spilaði þessa tónlist, sérstaklega þessar bossanóvur, af því að ég hafði verið að bralla svona eitthvað við þetta hérna heima. Þessi tónlist hefur alltaf togað í mig. Það var náttúrulega þessi fræga plata Getz/Gilberto sem gerði allt gjörsamlega vitlaust á sínum tíma. En það bara er eitthvað í þessari brasilísku tónlist sem maður finnur ekki annars staðar, einhver léttleiki sem er samt svo fínn og innilegur. Það er svo auðvelt að misskilja þetta og líta á þetta sem eitthvert lyftuelement en það er eitthvað alveg rosalega djúpt þarna oní ef maður fer að kafa í þetta. Það er þetta sambland sem ég hef svo mikinn áhuga á; eitthvað sem er svo djúpt en svífur jafnframt svo létt og leikandi.“ Í London hafði Óskar uppi á Ife og fleiri tónlistarmönnum og var boðið að koma á óformlega tónleika sem þeir voru með á brasilískum veitingastað og fékk að sitja inn eins og það er kallað, var sem sagt boðið að koma upp á svið og djamma. Það gekk svo ótrúlega að þetta bara rann saman strax.“ Tónlistarmönnunum ber klárlega saman um þetta því Ife segir að það hafi verið eins og þeir hefðu spilað saman í mörg ár. „Hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveimur árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.“ Óskar bendir á að ástæðan fyrir því að þetta passaði svona vel saman hjá þeim hafi einfaldlega verið að þetta hafi verið það sem hann var að leita að. „Brassinn í mér kom ekki fram á fótboltavellinum en hann brýst út þarna. En í dag er auðvitað það allra flottasta að vera Íslendingur á fótboltavellinum,“ segir Óskar og hlær og bætir við að á tónleikunum í Mengi í kvöld ætli þeir að spila sambland af þessum klassísku brasilísku lögum en samt ekki þau dæmigerðu sem fólk heyrir oftast. „Svo spilum við líklega eitt eða tvö lög eftir Ife en hann er á landinu til þess að undirbúa upptöku á eigin lögum og ég er að stjórna upptökum og gera þetta með honum. Þetta verður bara gaman.“
Tónlist Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira